Njarðvík á toppinn eftir grannaslaginn

Elvar Már Friðriksson var frábær fyrir Njarðvík í grannaslagnum gegn …
Elvar Már Friðriksson var frábær fyrir Njarðvík í grannaslagnum gegn Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík settist í toppsæti Dominos-deildar karl a í körfuknattleik í kvöld eftir þriggja stiga sigur á útivelli gegn grönnum sínum í Keflavík, 88:85.

Leikurinn var hin mesta skemmtun og óhætt að segja að nokkur úrslitakeppnisfiðringur hafi farið um undirritaðan á meðan leik stóð.  Háspenna var á lokasekúndum leiksins þar sem Keflvíkingar reyndu á vítahittni Njarðvíkinga með því að brjóta ítrekað á þeim í von um að þeir myndu klikka á vítalínunni. Njarðvíkingar stóðust álagið og lönduðu sterkum sigri í Keflavík og sem fyrr segir eru á toppi deildarinnar. 

Elvar Már Friðriksson var frábær fyrir Njarðvíkinga í kvöld með 32 stig og 12 fráköst. Hinum megin var Michael Craion með sambærilegar tölur í 34 stigum og 11 fráköstum.  Keflvíkingar sitja áfram í þriðja sæti deildarinnar. 

Keflavík - Njarðvík 85:88

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 7. janúar 2019.

Gangur leiksins:: 2:3, 6:6, 12:17, 24:22, 28:27, 32:32, 32:44, 35:50, 42:56, 46:59, 50:62, 60:64, 61:66, 70:71, 74:77, 85:88.

Keflavík: Michael Craion 34/11 fráköst, Mindaugas Kacinas 20/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 10/5 fráköst, Magnús Már Traustason 2, Reggie Dupree 2, Mantas Mockevicius 2.

Fráköst: 18 í vörn, 16 í sókn.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 32/12 fráköst, Jeb Ivey 17, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Mario Matasovic 8/8 fráköst, Julian Rajic 6/4 fráköst, Kristinn Pálsson 5/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 800

Keflavík 85:88 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert