Höttur jafnaði metin í einvíginu

Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar.
Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar. mbl.is/Hari

Höttur jafnaði metin í einvígi sínu gegn Hamri í undanúrslitum umspils um sæti í efstu deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikið var á Egilsstöðum þar sem Höttur hrósaði sigri, 97:89.

Leikurinn var jafn og spennandi en Höttur var yfir í hálfleik, 55:52. Hamar elti áfram eftir hlé en náði ekki að snúa taflinu sér í vil og því fagnaði Höttur sigri, 97:89, og jafnaði um leið metin í einvíginu í 1:1.

André Huges var stigahæstur hjá Hetti með 24 stig og 13 fráköst en næstur kom Charles Clark með 23 stig. Hjá Hamri skoraði Everage Richardson 24 stig.

Liðin mætast á ný í Hveragerði á miðvikudagskvöld, en þrjá sigra þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið. Þar er mótherjinn annaðhvort Fjölnir eða Vestri. Staðan í því einvígi er 1:0 fyrir Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert