Valskonur á leið í Evrópukeppni

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik eru á leið í Evrópukeppni næsta vetur og verður þá fyrsta íslenska kvennaliðið til að taka þátt í Evrópukeppni í fjórtán ár í íþróttinni. 

Karfan.is greinir frá þessu og hefur eftir Grími Atlasyni hjá körfuknattleiksdeild Vals að Valur hafi sett stefnuna á þátttöku í Evrópukeppni næsta vetur. 

Valur fer þá væntanlega í Evrópubikarinn en tvær Evrópukeppnir fyrir félagslið eru hjá FIBA. Fari svo að fleiri en 32 lið skrái sig til leiks fara Valskonur væntanlega í forkeppni þar sem íslensk lið hafa ekki verið með í langan tíma. 

Valur gerði á dögunum nýjan samning við lykilmann liðsins, Helenu Sverrisdóttur. 

mbl.is