Martin stigahæstur og kominn í 2:0

Martin Hermannsson var stigahæstur í kvöld.
Martin Hermannsson var stigahæstur í kvöld. Ljósmynd/@albaberlin

Martin Hermannsson átti frábæran leik fyrir Alba Berlín í kvöld þegar liðið vann annan sigur á Ulm, 98:83, í 8-liða úrslitum þýsku 1. deildarinnar í körfubolta.

Martin var stigahæstur á vellinum í kvöld með 23 stig en hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum og var með 75% nýtingu innan þriggja stiga línunnar. Hann átti auk þess sjö stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

Alba Berlín er nú 2:0 yfir í einvíginu og þarf bara einn sigur í viðbót til að komast áfram í undanúrslitin.

mbl.is