Collin yfirgefur Stjörnuna

Collin Pryor.
Collin Pryor. mbl.is/Hari

Körfuknattleiksmaðurinn Collin Anthony Pryor hefur yfirgefið herbúðir bikarmeistara Stjörnunnar en þetta kemur fram á Facebook-síðu Garðabæjarliðsins.

Collin hefur spilað með Stjörnunni undanfarin tvö ár auk þess sem hann hefur komið að þjálfun yngri flokka félagsins. Hann skoraði 10,5 stig og tók 5,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann hóf sinn feril hér á landi með FSu sem hann lék með í tvö ár og hann var tvö ár í liði Fjölnis í Grafarvogi.

Collin Pryor, sem er 29 ára gamall framherji, fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra og hefur spilað fjóra leiki með íslenska landsliðinu.

Brandon Rozzell hefur einnig yfirgefið lið Stjörnunnar en hann er búinn að semja við sænska liðið Luleå. Kanadíski skotbakvörðurinn Kyle Johnston mun leysa hann af hólmi eins og fram kom á mbl.is í gær.

mbl.is