Stórsigur Íslandsmeistaranna

Helena Sverrisdóttir skoraði 22 stig fyrir Val í kvöld.
Helena Sverrisdóttir skoraði 22 stig fyrir Val í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslands- og bikarmeistarar Vals áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Snæfell að velli í 2. umferð Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Valur vann 35 stiga sigur, 110:75.

Kiana Johnson skoraði 33 stig fyrir Val, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 23 og Helena Sverrisdóttir var með 22 stig, 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Veera Annika Pirttinen var stigahæst í liði Snæfells með 18 stig.

KR fagnaði sigri á útivelli gegn Breiðabliki 78:69. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 24 stig fyrir KR og tók 9 fráköst og Danielle Victoria Rodriguez var með 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Violet Morrow var allt í öllu hjá Breiðabliki en hún skoraði 30 stig og tók 10 fráköst.

Í Borgarnesi hafði Skallagrímur betur á móti Grindavík 74:59. Keira Breeanne Robinson skoraði 24 stig fyrir Skallagrím, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Kamilah Tranese Jackson var atkvæðamest í liði Grindvíkinga með 16 stig og hún tók 13 fráköst.

Valur - Snæfell 110:75

Gangur leiksins: 3:3, 10:10, 20:10, 25:15, 30:17, 39:20, 47:25, 55:30, 57:35, 65:37, 73:45, 80:53, 87:60, 96:64, 104:70, 110:75.

Valur: Kiana Johnson 33/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 23, Helena Sverrisdóttir 22/9 fráköst/8 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 15/7 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10, Regina Palusna 3/11 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

Snæfell: Veera Annika Pirttinen 18/8 stoðsendingar, Chandler Smith 16/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 12, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Emese Vida 3/8 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 77.

Breiðablik - KR 69:78

Gangur leiksins: 4:6, 6:10, 12:12, 18:17, 22:21, 25:25, 31:31, 35:40, 37:47, 41:52, 45:56, 51:60, 56:64, 61:68, 66:74, 69:78.

Breiðablik: Violet Morrow 30/10 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 12, Paula Anna Tarnachowicz 9/7 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Fanney Lind G. Thomas 2/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

KR: Hildur Björg Kjartansdóttir 24/9 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 20/6 fráköst/11 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 14, Sanja Orazovic 12/10 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 5, Ástrós Lena Ægisdóttir 3/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 60.

Skallagrímur - Grindavík 74:59

Gangur leiksins: 7:4, 11:8, 21:10, 27:14, 31:17, 35:20, 41:24, 45:24, 53:27, 59:29, 61:34, 65:41, 68:47, 72:51, 74:55, 74:59.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 24/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Emilie Sofie Hesseldal 16/12 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Maja Michalska 15, Arnina Lena Runarsdottir 9, Gunnhildur Lind Hansdóttir 4/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Birta Þórðardóttir 2, Arna Hrönn Ámundadóttir 1.

Fráköst: 35 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 16/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 15/4 fráköst, Vikoría Rós Horne 6, Hrund Skúladóttir 5/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 4/6 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/5 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Sædís Gunnarsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Gunnlaugur Briem, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 158

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert