Sterkt að sækja sigur til Njarðvíkur

„Markmiðið var að spila hörku varnarleik hér í kvöld,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir 83:75-sigur liðsins gegn Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í annarri umferð deildarinnar í gær.

Mikið jafn­ræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan jöfn í hálfleik. Tinda­stóll vann þriðja leik­hluta með 12 stig­um og lagði þar með grunn­inn að góðum sigri Sauðkræk­inga, þrátt fyr­ir að Njarðvík­ing­ar hafi verið ná­lægt því að jafna met­in und­ir lok fjórða leik­hluta.

„Við vildum komast inn í teig, ná í fráköst og mér fannst við gera ágætlega í því. Það skilaði í það minnsta sigri og við höldum Njarðvíkingum í 75 stigum á þeirra heimavelli sem ætti að teljast nokkuð gott,“ sagði Baldur í samtali við mbl.is.

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur eftir …
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur eftir sterkan sigur í Njarðvík. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert