Bjartara útlit Phoenix Suns

Devin Booker treður boltanum með tilþrifum í sigrinum í nótt.
Devin Booker treður boltanum með tilþrifum í sigrinum í nótt. AFP

Það tók Phoenix Suns 29 leiki að vinna fimm sigra á síðustu leiktíð en liðið hefur í vetur unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta.

Phoenix vann 114:109-sigur á Philadelphia 76ers í nótt og þar með hafa öll lið í deildinni tapað leik í vetur því þetta var fyrsta tap Sixers.

Phoenix hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA síðan árið 2010 en útlitið er betra núna en oft áður. Hinn 23 ára gamli Devin Booker fór fyrir liðinu og skoraði 40 stig en hann er áttundi yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að rjúfa 6.000 stiga múrinn í deildinni. Spánverjinn Ricky Rubio bætti við 21 stigi og 10 fráköstum fyrir Phoenix.

Úrslit mánudags:
Washington - Detroit 115:99
Minnesota - Milwaukee 106:134
Brooklyn - New Orleans 135:125
Phoenix - Philadelphia 114:109
Memphis - Houston 100:107
Golden State - Portland 127:118

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert