Þurfum að læra að vinna án Hlyns

Ægir Þór Steinarsson var maður leiksins í kvöld þegar Stjörnumenn sóttu sigur í Grindavík í Dominos-deild karla. Ægir skoraði 27 stig og sendi 6 stoðsendingar á félaga sína sem telst til ágætiskvöldverks. 

Ægir sagði að tími hefði verið kominn til að stíga upp varnarlega í leik Stjörnunar í fjarveru Hlyns Bæringssonar. Ægir sagði liðið þurfa að læra að vinna án Hlyns einmitt og að síðustu tveir sigrar í deildinni væru ákveðið svar við því. 

Ægir sagði það gríðarlega sterkt að hafa tekið þessa tvo sigra og þá sérstaklega fyrir seinni umferðina þegar þeir fá heimaleikina gegn þessum liðum (Njarðvík, Stjarnan) og þá með Hlyn með sér. 

mbl.is