Annað tap sexföldu meistaranna í röð

Hart barist í leik KR og Tindastóls í kvöld.
Hart barist í leik KR og Tindastóls í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll vann sinn annan sigur í röð og KR tapaði öðrum leiknum í röð er liðin mættust í DHL-höllinni í Vesturbæ í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur eftir æsispennandi leik urðu 92:85

Lítið var skorað í upphafi leiks og var staðan 7:6 Tindastóli í vil þegar fimm mínútur voru búnar. Tindastóll hélt forskotinu út fyrsta leikhlutann og var staðan eftir hann 23:18. KR-ingum gekk bölvanlega að skora og gátu þakkað fyrir að vörnin hinum megin var í fínu lagi.

Tindastóll hætti að skora í upphafi annars leikhluta og tókst KR-ingum að komast yfir, 28:27. Tindastóll komst hins vegar aftur yfir skömmu síðar og var staðan 36:32, Tindastóli í vil þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik.

KR skoraði fjögur síðustu stigin í leikhlutanum og var staðan því jöfn er liðin gengu til búningsklefa, 36:36.

Tindastóll byrjaði mikið mun betur í seinni hálfleik og náði tíu stiga forskoti eftir tæplega fjórar mínútur, 49:39, eftir að Pétur Rúnar Birgisson skoraði tvær glæsilegar þriggja stiga körfur í röð. Tindastóll hélt forskotinu næstu mínútur en þegar örstutt var eftir af leikhlutanum dró til tíðinda. 

Helgi Rafn Viggósson braut á Jóni Arnóri Stefánssyni fyrir utan þriggja stiga línuna þegar staðan var 66:57. Jón fór meiddur af velli á meðan Helgi fékk óíþróttamannslega villu. Jakob Örn Sigurðarson tók vítin þrjú og skoraði úr þriggja stiga körfu í kjölfarið. Staðan fyrir lokaleikhlutann var því 66:63, Tindastóli í vil. 

KR komst yfir snemma í fjórða leikhluta, 67:66. Tindastóll gafst hins vegar ekki upp og voru gestirnir yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 72:69. Sá munur var eitt stig þegar tvær mínútur voru eftir, 77:76. 

Tindastóll var sterkari aðilinn í blálokin og tryggðu sér sinn annan sigur í röð í fyrsta skipti í deildinni. Liðin eru nú jöfn með átta stig. 

KR - Tindastóll 85:92

DHL-höllin, Urvalsdeild karla, 08. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 2:0, 8:9, 13:14, 18:23, 20:25, 26:27, 32:29, 36:36, 39:43, 45:56, 53:62, 63:66, 67:66, 69:72, 76:77, 85:92.

KR: Michael Craion 21/16 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 19/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Matthías Orri Sigurðarson 12, Helgi Már Magnússon 9, Þorvaldur Orri Árnason 6, Kristófer Acox 3, Jón Arnór Stefánsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Tindastóll: Sinisa Bilic 24/5 fráköst, Jaka Brodnik 20/11 fráköst, Gerel Simmons 17, Helgi Rafn Viggósson 10/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jasmin Perkovic 8, Viðar Ágústsson 2, Axel Kárason 2.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 700

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

KR 85:92 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is