Sá tíundi í röð hjá LeBron

LeBron James og liðsfélagar hans í LA Lakers eru á …
LeBron James og liðsfélagar hans í LA Lakers eru á miklu skriði í Vesturdeild NBA-deildarinnar. AFP

LeBron James var atkvæðamikill fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið vann sinn tíunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik gegn Washington Wizards á heimavelli í nótt. LeBron var með tvöfalda tvennu, skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Lakers vann öruggan 125:103-sigur og er á toppnum í Vesturdeildinni með sautján sigra og tvö töp.

Lakers byrjaði leikinn af krafti og skoraði 37 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum Wizards. Leikmenn Lakers héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og leiddu með 21 stigi í hálfleik, 70:49. Þann mun tókst leikmönnum Wizards ekki að brúa þrátt fyrir að Bradley Beal hafi átt góðan leik fyrir Washington og skoraði 18 stig og gefið níu stoðsendingar.

Þá er lítið sem stöðvar Milwaukee Bucks á toppi Austurdeildarinnar en liðið vann 119:110-útisigur gegn Cleveland Cavaliers. Bucks leiddi með tuttugu stigum í hálfleik, 67:47, og Cavaliers tókst ekki að snúa taflinu við í síðari hálfleik. Giannis Antetokounmpo átti enn einn stórleikinn fyrir Bucks og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Bucks er með sextán sigra og þrjú top í efsta sætinu.

Öll úrslit næturinnar í NBA:

Brooklyn Nets 112:107 Boston Celtics
Detroit Pistons 107:110 Charlotte Hornets
Orlando Magic 83:90 Toronto Raptors
Cleveland Cavaliers 110:119 Milwaukee Bucks
New York Knicks 95:101 Philadelphia 76ers
Indiana Pacers 105:104 Atlanta Hawks
Miami Heat 122:105 Golden State Warriors
Memphis Grizzlies 94:103 Utah Jazz
Oklahoma City Thunder 109:104 New Orleans Pelicans
San Antonio Spurs 107:97 LA Clippers
Phoenix Suns 113:120 Dallas Mavericks
Portland Trail Blazers 107:103 Chicago Bulls
Los Angeles Lakers 125:103 Washington Wizards

Giannis Antetokounmpo var sem fyrr atkvæðamikill fyrir topplið Austurdeildarinnar í …
Giannis Antetokounmpo var sem fyrr atkvæðamikill fyrir topplið Austurdeildarinnar í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert