Valskonur enn ósigraðar eftir spennandi toppslag

Sanja Orazovic sækir að Valskonum í dag.
Sanja Orazovic sækir að Valskonum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 74:68-sigur á KR á heimavelli í spennandi og skemmtilegum leik í dag. 

Liðin skiptust á góðum áhlaupum og náði KR mest níu stiga forskoti í seinni hálfleik. Valskonur voru snöggar að jafna og úr varð spennandi lokakafli þar sem Valur hafði að lokum betur. 

Kiana Johnson skoraði 28 stig fyrir Val og gaf átta stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir skoraði tólf stig. Hjá KR var Sanja Orazovic stigahæst með 25 stig og Danielle Rodriguez kom þar á eftir með 21. 

Valur er með 20 stig eftir tíu leiki, sex stigum fyrir ofan Keflavík og KR, sem eru með 14 stig í öðru og þriðja sæti. 

Valur - KR 74:68

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 01. desember 2019.

Gangur leiksins:: 0:4, 4:7, 13:13, 15:15, 20:20, 22:24, 30:24, 34:30, 36:36, 43:43, 47:50, 49:56, 56:58, 61:62, 66:67, 74:68.

Valur: Kiana Johnson 28/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 12/4 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Helena Sverrisdóttir 4/7 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 5 í sókn.

KR: Sanja Orazovic 25/15 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 10/10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/12 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 1, Sóllilja Bjarnadóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 142

KR-ingurinn Danielle Rodriguez með boltann í dag.
KR-ingurinn Danielle Rodriguez með boltann í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is