Meistararnir komnir aftur á skrið

Pascal Siakam átti stórleik fyrir Toronto Raptors í nótt.
Pascal Siakam átti stórleik fyrir Toronto Raptors í nótt. AFP

Pascal Siakam átti stórleik fyrir Toronto Raptors og setti niður 37 stig og tók 12 fráköst í 118:101 sigri liðsins á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfuknattleik er níu leikir fóru fram.

Sigur Toronto var sá sextándi í sautján leikjum. Serge Ibaka setti niður 16 stig, Fred Van Fleet og Terence Davis 14 og Kyle Lowry 13 auk þess sem hann gaf 10 stoðsendingar.

Ljóst er að ríkjandi meistarar í Toronto koma sterkir til baka eftir hinn árlega NBA-stjörnuleik en liðið hafði unnið 15 leiki í röð fyrir en tapaði síðasta leiknum fyrir stjörnuleikinn, gegn Brooklyn Nets.

Úrslit næturinnar:

118:101 Toronto Raptors - Phoenix Suns
106:122 Orlando Magic - Dallas Mavericks
104:113 Utah Jazz - San Antonio Spurs
108:113 Washington Wizards - Cleveland Cavaliers
117:127 Minnesota Timberwolves - Boston Celtics
117:105 Los Angeles Lakers - Memphis Grizzlies
98:106 New York Knicks - Indiana Pacers
113:101 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets
115:128 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert