Lætur af störfum í Grafarvogi

Falur Harðarson
Falur Harðarson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Falur Harðarson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari karlaliðs Fjölnis í körfuknattleik. 

Falur greindi frá því í dag að hann hefði komist að samkomulagi við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að hætta þjálfun meistaraflokks karla eftir þriggja ára starf. 

Fjölnir hafnaði í neðsta sæti úrvalsdeildar karla á keppnistímabilinu sem blásið var af á dögunum og er liðið fallið í næstefstu deild. Liðið komst í undanúrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll. 

Ég er mjög þakklátur fyrir tímabilin þrjú í Grafarvoginum, sem hafa verið mér lærdómsrík, krefjandi og skemmtileg. Mér var sérlega vel tekið frá fyrsta degi og þakka ég kærlega fyrir skemmtileg kynni við fjöldan allan af fólki sem kemur að starfinu í Grafarvoginum. Leikmönnum, stjórn og starfsfólki félagsins, hvort sem er í Dalhúsum eða í Fjölnishöllinni þakka ég sérstaklega fyrir ánægjuleg kynni og óska ég þeim alls hins besta í baráttunni,“ skrifar Falur meðal annars á Facebook. 

mbl.is