Gætu aflýst tímabilinu eftir allt

Giannis Antetokounmpo er ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar.
Giannis Antetokounmpo er ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar. AFP

Til þessa hafa forráðamenn NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum leitað leiða til að halda tímabilinu áfram og ljúka því á úrslitakeppni. Nú kemur hins vegar til greina að aflýsa yfirstandandi tímabili. 

Brian Windhorst á ESPN greinir frá. Í gær greindi Sports Illustrator frá því að úrslitakeppnin gæti farið fram fyrir luktum dyrum í Vegas, en líkurnar á því sem stendur eru litlar, þar sem ástandið vegna veirunnar versnar með degi hverjum í Bandaríkjunum. 

„Það er ljóst að forráðamenn deildarinnar eru að skoða það að aflýsa tímabilinu. Þeir eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að geta haldið áfram á tilsettum tíma,“ sagði Windhorst.

mbl.is