Martin með ann­an fót­inn í úrslit

Martin Hermannsson er nánast kominn í úrslit.
Martin Hermannsson er nánast kominn í úrslit. Ljósmynd/Euroleague

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Alba Berlín í þýska körfuboltanum eru komnir með annan fótinn í úrslitaeinvígi um meistaratitilinn eftir sannfærandi 92:63-sigur á Oldenburg í fyrri leik liðanna í undanúrslitum en leikið var í München.

Íslenski landsliðsmaðurinn átti fínan leik í kvöld og skoraði tólf stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Staðan í hinu undanúrslitaeinvíginu er hnífjöfn þar sem Ludwigsburg og Ulm gerðu þar jafntefli, 71:71. 

Síðari leikur Alba og Oldenburg fer fram á miðvikudagskvöldið en samanlög úrslit úr tveimur leikjum gilda. Þarf Oldenburg því að vinna upp 29 stiga mun til að fara í úrslit. 

mbl.is