Þrjú töp í röð hjá Lakers

LeBron James og Giannis Antetokounmpo í leik Los Angeles Lakers …
LeBron James og Giannis Antetokounmpo í leik Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks í vetur. AFP

Los Angeles Lakers er nú búið að tapa þremur leikjum í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik en fimm leikir fóru fram í nótt og í gærkvöldi.

Lakers er löngu búið að tryggja sig í úrslitakeppnina en gengi liðsins nýverið kemur engu að síður á óvart. Liðið tapaði 116-111 gegn Indiana Pacers í Orlando, þar sem öll keppnin fer fram. TJ Warren var stigahæstur í liði Indiana, skoraði 39 stig en LeBron James skoraði 31 stig fyrir Los Angeles og tók átta fráköst.

Þá fóru tveir af leikjunum fimm í framlengingu. Denver vann Utah eftir tvöfalda framlengingu og Dallas hafði betur gegn Milwaukee í framlengdum leik þar sem Luka Doncic átti stórleik, skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 19 stoðsendingar.

Úrslitin
Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 117:122
Denver Nuggets - Utah Jazz 134:132 (eftir framlengingu)
Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 116:111
Miami Heat - Phoenix Suns 112:119
Dallas Mavericks - Milwaukee BUcks 136:132 (eftir framlengingu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert