Fyrstu leikirnir í hálft ár

Keflavík og KR eigast við í Keflavík í kvöld.
Keflavík og KR eigast við í Keflavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmótið í körfuknattleik hefst fyrir alvöru í kvöld þegar fjórir leikir fara fram í efstu deild kvenna, Dominos-deildinni. 

Ekki hefur farið fram leikur í deildinni síðan 11. mars en viku síðar tók Körfuknattleikssambandið þá ákvörðun að blása Íslandsmótið af vegna kórónuveirufaraldursins. 

Þess má geta að síðasta sunnudag var leikið í Meistarakeppni KKÍ og þar hafði Skallagrímur betur gegn Val 74:68. 

Tilkynnt var á mánudag að áhorfendur yrðu leyfðir á ný, hámark 200 manns í hólfi. 

Tvö af sigursælustu liðum landsins Keflavík og KR eigast við í Keflavík en deildarmeistararnir 2020, Valur, hefja leik í Smáranum. 

Leikir kvöldsins:

Keflavík - KR

Breiðablik - Valur

Haukar - Skallagrímur

Fjölnir - Snæfell

Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert