Á inni milljónir hjá KR

Kristófer Acox í leik með Vesturbæingum á síðasta ári.
Kristófer Acox í leik með Vesturbæingum á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristófer Acox, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, og leikmaður Vals í úrvalsdeild karla segist eiga inni háa upphæð vegna vangoldinna launa en það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Þá greinir Vísir frá því að um nokkrar milljónir króna sé að ræða en Kristófer fékk samningi sínum við uppeldisfélag sitt KR rift á dögunum vegna ágreinings milli hans og félagsins sem ekki náðist að leysa.

KR-ingar hafa ekki viljað skrifa undir félagaskipti Kristófers til Vals og er málið nú komið inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ en Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknatleiksdeildar KR, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. 

„Mál Kristófers er bara í ferli og er ekkert sem ég ætla að tjá mig um að svo stöddu,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi.is.

Kristófer segist ekki hafa fengið greidd laun á réttum tíma frá því árið 2018 og sé það ein af ástæðum þess að hann hafi ákveðið að yfirgefa KR.

„KR hefur varla greitt laun á réttum tíma síðan ég kom heim frá Frakklandi síðla árs 2018. Ég skrifaði undir samning þá um sumarið, fór svo til Frakklands en gekk inn í sama samning þegar ég kom heim.

Þessi samningur rann út sumarið 2019 og þá gerði ég nýjan samning til tveggja ára.“

Kristófer segist hafa gefið KR-ingum kost á því að setjast við samningaborðið og fara yfir stöðuna.

„Vanefndirnar voru augljóslega ítrekaðar þar sem þeir hafa ekki borgað mér á réttum tíma í marga, marga mánuði, svo ég rifti samningnum og tel mig þá lausan.

Ég reyndi svo að funda með KR-ingum í einhverjar þrjár vikur til að komast að samkomulagi, bæði um skuldina og svo gaf ég þeim tækifæri á að koma með nýjan samning fyrir næsta tímabil. Þær viðræður skiluðu hins vegar ekki árangri,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi.is.

Jón Arnór Stefánsson sem yfirgaf félagið einnig í sumar ásamt …
Jón Arnór Stefánsson sem yfirgaf félagið einnig í sumar ásamt Böðvar Guðjónsson, formanni körfuknattleiksdeildar KR. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert