Stigahæstur í Þýskalandi

Jón Axel Guðmundsson er að spila mjög vel í Þýskalandi.
Jón Axel Guðmundsson er að spila mjög vel í Þýskalandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Axel Guðmundsson átti stórleik fyrir Fraport Skyliners þegar liðið heimsótti Vechta í þýsku bikarkeppninni í körfuknattleik í dag.

Leiknum lauk með níu stiga sigri Fraport Skyliners, 89:80, en Jón Axel skoraði 22 stig í leiknum og var stigahæsti leikmaður vallarins.

Þá tók Íslendingurinn fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar en Fraport Skyliners leiddi með ellefu stigum í hálfleik 47:36 og Vechta tókst ekki að koma til baka í seinni hálfleik.

Í þýsku bikarkeppninni er liðum skipt í fjóra riðla en Fraport Skyliners er með 4 stig eftir þrjá leiki í öðru sæti B-riðils.

Efstu lið hvers riðils komast í undanúrslit en Fraport Skyliners og Gottingen eru í efstu sætum B-riðils. Gottingen á leik til góða á Fraport Skyliners.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert