Erum í góðum málum

Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði vel í Slóvakíu.
Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði vel í Slóvakíu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sinn þriðja sigur í röð í forkeppni heimsmeistaramótsins 2023 og annan á þremur dögum er liðið vann afar sannfærandi 86:62-sigur á Kósovó í Slóvakíu á laugardaginn var. Ísland hafði betur gegn Lúxemborg á fimmtudaginn var, 90:76, og er komið í kjörstöðu í B-riðli.

„Við vorum mjög flottir og sérstaklega hvernig við tækluðum fyrri hálfleikinn. Við settum mikla pressu á þá og komum þeim í mjög óþægilegar stöður. Þeir voru að koma úr erfiðu tapi og við náðum að leggja grunninn að sigrinum snemma leiks,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður liðsins í samtali við Morgunblaðið. Hörður átti afar góðan leik á laugardag og skoraði 22 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Allir lögðu í púkkið

Hörður var stigahæstur í jöfnu íslensku liði þar sem fimm leikmenn skoruðu meira en tíu stig og einn skoraði níu. „Það lögðu allir eitthvað í púkkið. Það er rosalega mikilvægt í svona landsleikjum og sérstaklega núna þegar það vantaði mikilvæga leikmenn. Þetta er svakalega þéttur hópur,“ sagði Hörður.

Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson voru ekki með Íslandi í verkefninu. Martin leikur með Valencia á Spáni sem leikur í Evrópudeildinni, sem er sú sterkasta í Evrópu. Evrópudeildin er ekki á vegum FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, og því leikið í henni á sama tíma og landsleikir fara fram. Haukur þurfti að draga sig úr hópnum þar sem hann greindist með kórónuveiruna.

Sjáðu greinina og viðtalið við Hörð Axel í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert