Mál Kristófers Acox gegn KR á borð héraðsdóms

Kristófer Acox í leik með KR á síðustu leiktíð.
Kristófer Acox í leik með KR á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mál sem körfuknattleikskappinn Kristófer Acox höfðaði gegn uppeldisfélagi sínu KR verður tekið fyrir í héraðsdómi á morgun.

Það var Vísir.is sem greinir fyrstur miðla frá þessu en Kristófer kærði KR vegna vanefnda á samningi á síðasta ári.

Kristófer gekk til liðs við Val frá KR í september á síðasta ári en framherjinn greindi frá því í lok september að hann ætti inni nokkrar milljónir hjá KR.

Leikmaðurinn reyndi að semja um málslok við fyrrverandi sem virðist ekki hafa tekist þar sem deilan er komin á borð íslenskra dómstóla.

Kristófer, sem er 27 ára gamall, varð þrívegis Íslandsmeistari með KR, 2017, 2018 og 2019.

Þá var hann valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2018 og 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert