Góður leikur Jóns Axels dugði ekki til

Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu í vetur.
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu í vetur. Ljósmynd/FIBA

Jón Axel Guðmundsson lék vel fyrir Fraport Skyliners þegar liðið tapaði illa, 98:70, fyrir Hamburg Towers í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Jón Axel var næststigahæstur í liði Fraport og skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Fraport siglir lygnan sjó í þýsku 1. deildinni og er nú í 9. sæti af af 18 liðum með 17 stig eftir 12 leiki.

mbl.is