Baráttusigur Stjörnunnar

Úr leiknum á Ásvöllum í kvöld.
Úr leiknum á Ásvöllum í kvöld. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Stjarnan vann 92:86-sigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld og lyftir liðið sér þar með upp að hlið toppliðanna tveggja en ásamt Stjörnunni eru Keflavík og Grindavík með átta stig.

Stjörnumenn voru með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 29:26 en staðan í hálfleik var 61:53, gestunum í vil. Spánverjinn Hansel Suarez var stigahæstur í liði Hauka með 25 stig en Brian Edward Fitzpatrick kom næstur með 17 stig.

Gunnar Ólafsson skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og Hlynur Elías Bæringssen skoraði 16 ásamt því að taka átta fráköst, þar af sjö í vörninni. Haukar eru við botninn með aðeins tvö stig eftir fimm leiki en þeir sitja í tíunda sæti.

Ásvellir, Dominos deild karla, 24. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 2:6, 13:13, 19:22, 26:29, 33:37, 41:42, 43:53, 53:61, 58:67, 60:71, 60:76, 66:79, 73:84, 78:86, 82:90, 86:92.

Haukar: Hansel Giovanny Atencia Suarez 25, Brian Edward Fitzpatrick 17/13 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Breki Gylfason 12/6 fráköst, Hilmar Pétursson 7, Ingvi Þór Guðmundsson 7, Yngvi Freyr Óskarsson 6/7 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

Stjarnan: Gunnar Ólafsson 19, Hlynur Elías Bæringsson 16/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Alexander Lindqvist 12/8 fráköst, Mirza Sarajlija 11/5 fráköst/10 stoðsendingar, Hugi Hallgrímsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Dúi Þór Jónsson 5, Orri Gunnarsson 3.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 30

mbl.is