Magnaður endasprettur þegar Blikar lágu í Borgarnesi

Gerald Robinson gerir það gott með Sindra í 1. deildinni.
Gerald Robinson gerir það gott með Sindra í 1. deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Topplið Breiðabliks tapaði nokkuð óvænt fyrir Skallagrími, 100:88, þegar liðin mættust í Borgarnesi í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld.

Blikar voru yfir lengi vel en Borgnesingar hreinlega völtuðu yfir þá í fjórða leikhluta, skoruðu 35 stig gegn 14 og tryggðu sér sigurinn.

Sindri frá Hornafirði heldur sínu striki í toppbaráttunni og með Gerald Robinson, fyrrverandi ÍR-ing og Haukamann, unnu Hornfirðingar sigur á Fjölni, 87:83. Robinson skoraði 24 stig í leiknum. Þá vann Vestri nauman sigur á Hrunamönnum á Flúðum, 76:74.

Breiðablik er áfram efst með 12 stig en Hamar, Sindri og Álftanes eru með 10 stig og eiga Hamarsmenn nú tvo leiki til góða á Blika.

Hrunamenn - Vestri 74:76

Flúðir, 1. deild karla, 15. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 4:4, 7:9, 11:15, 18:15, 27:19, 36:27, 41:33, 43:40, 47:45, 50:49, 55:54, 55:56, 60:62, 64:67, 68:70, 74:76.

Hrunamenn: Corey Taite 28/5 stoðsendingar, Karlo Lebo 15/11 fráköst, Orri Ellertsson 10, Yngvi Freyr Óskarsson 8/5 fráköst, Eyþór Orri Árnason 5/4 fráköst, Halldór F. Helgason 4, Þórmundur Smári Hilmarsson 4.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Vestri: Gabriel Aderstag 19/5 fráköst, Marko Dmitrovic 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 13/4 fráköst, Nemanja Knezevic 10/14 fráköst, Hugi Hallgrímsson 6/4 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 5, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3, Arnaldur Grímsson 2, Arnar Smári Bjarnason 2.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Helgi Jónsson.

Skallagrímur - Breiðablik 100:88

Borgarnes, 1. deild karla, 15. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 6:0, 13:8, 16:11, 18:16, 25:21, 33:33, 41:40, 43:46, 48:54, 52:60, 58:69, 65:74, 73:76, 83:79, 91:84, 100:88.

Skallagrímur: Marinó Þór Pálmason 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 14/5 fráköst, Benedikt Lárusson 14, Hjalti Ásberg Þorleifsson 12/5 fráköst, Marques Oliver 11/11 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 11/5 fráköst, Almar Orn Bjornsson 9, Kristján Örn Ómarsson 5.

Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.

Breiðablik: Samuel Prescott Jr. 19, Snorri Vignisson 17/4 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 8, Egill Vignisson 8, Árni Elmar Hrafnsson 8/8 fráköst/6 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 7/5 stoðsendingar, Sigurður Pétursson 6, Kristján Leifur Sverrisson 5/6 fráköst, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 4, Dovydas Strasunskas 2.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigurður Jónsson, Sveinn Björnsson.

Áhorfendur: 70

Sindri - Fjölnir 87:83

Ice Lagoon-höllin, 1. deild karla, 15. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 5:8, 9:14, 16:18, 18:26, 23:31, 30:31, 34:39, 36:49, 41:50, 46:54, 48:55, 58:63, 66:69, 72:71, 82:79, 87:83.

Sindri: Gerald Robinson 24/6 fráköst, Dallas O'Brien Morgan 17/5 fráköst, Gerard Blat Baeza 16/5 fráköst/8 stolnir, Aleix Pujadas Tarradellas 12, Marko Jurica 9, Gísli Þórarinn Hallsson 8, Tómas Orri Hjálmarsson 1/4 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 6 í sókn.

Fjölnir: Johannes Dolven 22/15 fráköst, Matthew Carr Jr. 20/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Viktor Máni Steffensen 11, Karl Ísak Birgisson 9, Gauti Björn Jónsson 6, Rafn Kristján Kristjánsson 5, Daníel Ágúst Halldórsson 4, Ólafur Ingi Styrmisson 3, Hlynur Breki Harðarson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 10

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert