Haukar upp að hlið toppliðanna

Alyesha Lovett átti góðan leik fyrir Hauka.
Alyesha Lovett átti góðan leik fyrir Hauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar eru komnir upp að hlið Keflavíkur og Vals á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 85:83-sigur í spennandi leik á Ásvöllum í kvöld. 

Haukar byrjuðu miklu betur og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 30:19 og hálfleikstölur 52:36. Fjölnir neitaði hins vegar að gefast upp og tókst að jafna og komast yfir í fjórða leikhlutanum. 

Fjölniskonur voru með 76:75-forskot þegar skammt var eftir en Haukar voru sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum sigur eftir mikla spennu. 

Alyesha Lovett skoraði 28 stig fyrir Hauka og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir skoruðu 13 stig hvor. Ariel Hearn átti stórleik hjá Fjölni og skoraði 40 stig. Sara Vaz Djassi gerði 12. 

Haukar eru með 14 stig, eins og Valur og Keflavík á toppi deildarinnar. Fjölnir er í fjórða sæti með tólf stig. 

Haukar – Fjölnir 85:83

Ásvellir, Dominosdeild kvenna, 21. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 9:7, 16:14, 21:16, 30:19, 36:24, 43:31, 47:34, 50:36, 56:41, 58:48, 63:52, 65:59, 67:62, 75:71, 77:76, 85:83.

Haukar: Alyesha Lovett 28/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/6 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 13/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 7, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/6 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Fjölnir: Ariel Hearn 40/6 fráköst, Sara Carina Vaz Djassi 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Lina Pikciuté 11/14 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 7/5 stoðsendingar, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 6, Margret Osk Einarsdottir 3, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 2, Heiða Hlín Björnsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is