Setti upp flugeldasýningu fyrir áhorfendur

Valur Orri Valsson sækir að körfu Hattar í kvöld.
Valur Orri Valsson sækir að körfu Hattar í kvöld. mbl.is/Skúli

Keflavík fengu Hattarmenn frá Egilsstöðum í heimsókn í Dominosdeild karla í kvöld. Um var að ræða viðureign toppliðsins gegn Hetti sem hafa verið að skila fínum úrslitum í síðustu umferðum.  Svo fór að heimamenn í Keflavík sigruðu að lokum nokkuð auðveldlega 93:73.

Höttur náði að halda í við Keflvíkinga allt fram í þriðja fjórðung þegar þeir bláklæddu stigu á bensíngjöfina og gerðu þannig séð út um leikinn. 

Fyrir þennan leik mátti allt eins búast við ágætis viðureign. Keflvíkingar auðvitað á toppnum og hafa verið að spila best í vetur og Höttur hafa sigraði síðustu fjóra leiki að þeim fimm sem þeir hafa spilað.  Hinsvegar mega Hattarmenn (líkt og önnur lið) ekki við miklum skakkaföllum í sínum leikmannahópi og hvað þá að missa sinn allra best leikmann í meiðsli fyrir slíkan leik.

Það hinsvegar var raunin í kvöld þegar Michael Mallroy II gat ekki spilað með sínum mönnum sökum meiðsla í baki. Í samtali við mbl.is sagðist Viðar Örn Hafsteinsson vonast til þess að drengsi yrði ekki lengi frá. 

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gestana úr héraði þar sem þeir sýndu framan af leik að þeir gætu vel hangið í toppliði Keflvíkinga þá urðu þeir að lúta í lægra haldi þetta kvöldið. Sú staðreynd að Mallroy var ekki með þeim vó ansi þungt þegar öllu er á botninn hvolft.

Keflvíkingar voru hinsvegar smá tíma að koma sér í gang eftir landsleikjahléið og framan af leik mjög værukærir í sínum leik.  Þegar hinsvegar þeir hnykluðu varnarvöðva sína þá virtust Hattarmenn ekki eiga nokkurn séns í að koma stigum á töfluna.  Keflvíkingar komu sér í sína 20 stiga forystu og við tók það sem hefur verið þeirra akkílesarhæll í allan vetur. Kæruleysi tók yfir og á örskammri stundu náðu Hattarmenn með seiglu að minnka muninn niður í 10 stig. 

Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Keflvíkinga hefur jánkað því í viðtali í vetur að þetta sé ákveðið áhyggjuefni sem þarf að vinna vel á.  En hingað til hefur þetta ekki komið að sök þó svo að sterkari lið en Höttur (já eða Höttur með Mallroy) muni koma til með að refsa illilega að lokum. 

Deane Williams fagnaði þessi kvöldi vel og innilega þar sem að fyrstu áhorfendur voru leyfðir aftur til leiks. Deane líkt og björgunarsveitirnar í lok árs setti upp ansi huggulega flugeldasýningu og tróð boltanum með tilþrifum hvað eftir annað í gegnum leikinn. Deane maður leiksins í kvöld með 26 stig. 

Hjá Hetti er erfitt að tína út einn leikmann sem skaraði framúr, Majet Karlovic var þeirra stigahæstur með 18 stig.  Þrátt fyrir að lokatölur skili 20 stiga tapi til Hattar þá segja þær lítið um þeirra frammistöðu þetta kvöldið. Þeir unnu vissulega fyrir sínu og svo stórt tap áttu þeir kannski ekki skilið þrátt fyrir allt. 

Keflavík - Höttur 93:73

Blue-höllin, Dominos deild karla, 01. mars 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 8:7, 14:13, 16:22, 24:24, 34:30, 39:32, 44:38, 51:42, 62:44, 66:49, 71:55, 76:59, 79:68, 83:71, 93:73.

Keflavík: Deane Williams 26/7 fráköst, Dominykas Milka 21/10 fráköst, Calvin Burks Jr. 13/8 fráköst, Max Montana 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Ágúst Orrason 6, Arnór Sveinsson 5, Valur Orri Valsson 4/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Höttur: Matej Karlovic 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst/3 varin skot, Dino Stipcic 16/6 fráköst/11 stoðsendingar, Bryan Anton Alberts 9, David Guardia Ramos 8, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/4 fráköst, Juan Luis Navarro 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 170

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Keflavík 93:73 Höttur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is