Sterkur heimasigur Þórsara

Þórsarar unnu sterkan sigur á Grindavík.
Þórsarar unnu sterkan sigur á Grindavík. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór Akureyri vann sterkan 101:96-heimasigur á Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór Þór upp í átta stig og upp að hlið Vals í níunda sæti. 

Grindavík byrjaði betur og vann fyrsta leikhlutann 31:26 en Þórsarar voru betri í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 53:52. Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi og var staðan 93:93 þegar tvær mínútur voru eftir. 

Dagur Kár Jónsson kom Grindavík í 96:93 með þriggja stiga körfu en Þórsarar voru sterkari í blálokin og fögnuðu sínum fjórða sigri á leiktíðinni. 

Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson skoraði 19 stig í sínum fyrsta leik fyrir Þór gegn sínum gömlu félögum en Ivan Aurrecoechea stal senunni með 36 stigum og 15 fráköstum. Dagur Kár Jónsson skoraði 24 stig fyrir Grindavík sem er með sex sigra og sjö töp. 

Þór Akureyri - Grindavík 101:98

Höllin Ak, Dominos deild karla, 07. mars 2021.

Gangur leiksins:: 8:6, 14:16, 21:23, 26:31, 33:41, 43:44, 50:48, 53:52, 59:55, 61:60, 71:65, 80:75, 82:81, 87:89, 89:93, 101:98.

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 36/15 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 19/4 fráköst, Andrius Globys 15/7 fráköst, Dedrick Deon Basile 15/7 stoðsendingar, Ohouo Guy Landry Edi 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 3.

Fráköst: 20 í vörn, 16 í sókn.

Grindavík: Dagur Kár Jónsson 24, Joonas Jarvelainen 19, Marshall Lance Nelson 18/5 stoðsendingar, Amenhotep Kazembe Abif 14/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/7 fráköst, Kristinn Pálsson 5/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Kristófer Breki Gylfason 2.

Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert