Senda erlendu leikmennina heim

Corey Taite
Corey Taite Ljósmynd/Hrunamenn körfubolti

Körfuknattleiksdeild Hrunamanna tilkynnti í dag að hún hefði sent þá Corey Taite og Karlo Lebo heim vegna óvissunnar sem nú ríkir, en allt mótahald er sem stendur á ís vegna kórónuveirunnar.

Taite hefur verið einn besti leikmaður 1. deildarinnar í vetur og skorað 34,3 stig að meðaltali, tekið 5,6 fráköst og gefið 5,5 stoðsendingar í leik. Lebo er með 16,3 stig og 8,8 fráköst að meðaltali.

Hrunamenn eru í áttunda sæti af níu liðum 1. deildarinnar með sex stig eftir tólf leiki.

mbl.is