Valur með níu fingur á deildarmeistaratitlinum

Ásta Júlía Grímsdóttir og stöllur hennar í Val nálgast deildarmeistaratitilinn.
Ásta Júlía Grímsdóttir og stöllur hennar í Val nálgast deildarmeistaratitilinn. Eggert Jóhannesson

Valur vann sterkan 66:58 útisigur gegn Haukum í Domino’s-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Valur þarf nú aðeins einn sigur úr síðustu tveimur leikjum deildarinnar til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Leikurinn í dag var jafn og spennandi og voru Haukar yfir, 27:29, í hálfleik. Allt var í járnum að loknum þriðja leikhluta, 44:44, en Valskonur reyndust hlutskarpari í fjórða og síðasta leikhluta og sigldu að lokum góðum átta stiga sigri í höfn, 66:58.

Í liði Vals var Kiana Johnson öflug og náði tvöfaldri tvennu; skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Helena Sverrisdóttir lék sömuleiðis vel og náði einnig tvöfaldri tvennu með því að skora 15 stig og taka 11 fráköst.

Í liði Hauka var Alyesha Lovett drjúg og náði einnig tvöfaldri tvennu. Skoraði hún 15 stig, tók 14 fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Næsti leikur Valskvenna er gegn Snæfell, sem er 7. og næstneðsta sæti deildarinnar.

Haukar - Valur 58:66

Ásvellir, Dominos-deild kvenna, 1. maí 2021.

Gangur leiksins:: 3:7, 8:10, 15:12, 17:17, 19:20, 25:20, 27:23, 29:25, 33:29, 39:32, 41:40, 44:44, 45:46, 47:50, 50:54, 58:66.

Haukar: Alyesha Lovett 15/14 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 14/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 11/6 fráköst/4 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 21/9 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Helena Sverrisdóttir 15/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/8 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aðalsteinn Hjartarson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is