ÍR sló Íslandsmeistarana úr leik

Sigvaldi Eggertsson átti góðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 12 …
Sigvaldi Eggertsson átti góðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 12 stig. mbl.is/Árni Sæberg

Tomas Zdanavicius átti stórleik fyrir ÍR þegar liðið lagði Íslandsmeistara Þór frá Þorlákshöfn í bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, í Seljaskóla í Breiðholti í kvöld.

Leiknum lauk með 93:89-sigri ÍR en Zdanavicius skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst fyrir Breiðhyltinga.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Þórsarar leiddu með fjórum stigum fyrir fjórða leikhluta, 74:70.

ÍR mætir Vestra eða Sindra á útivelli í fjórðungsúrslitunum sem fara fram sunnudaginn 12. september.

mbl.is