Þór á toppinn

Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir hjá Þór fer framhjá Rebekku Rán …
Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir hjá Þór fer framhjá Rebekku Rán Karlsdóttur úr Snæfelli í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór Akureyri sigraði Snæfell 79:67 í 1.deild kvenna í körfubolta í kvöld í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í annarri umferð deildarinnar og fóru Þórsstelpur á toppinn, tímabundið hið minnsta, með sigrinum.

Þórsarar leiddu allan leikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Marín Lind Ágústsdóttir var stigahæst Þórskvenna með 15 stig og Hrefna Ottósdóttir næst með 14 stig. Sianni Amari Martin fór á kostum í liði Snæfells og skoraði 40 stig en það dugði ekki til.

Tölfræði leiksins má sjá hér að neðan.

Gangur leiksins: 3:9, 7:9, 14:16, 24:18, 24:21, 32:29, 34:30, 36:31, 38:33, 46:39, 49:44, 55:50, 60:59, 68:61, 75:64, 79:67.

Þór Ak.: Marín Lind Ágústsdóttir 15/9 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 14/12 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 12, Rut Herner Konráðsdóttir 11/6 fráköst, Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir 10/4 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 7/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ásgerður Jana Ágústsdóttir 5/5 fráköst, Katla María Magdalena Sæmundsdóttir 3, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 37 í vörn, 12 í sókn.

Snæfell: Sianni Amari Martin 40/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Preslava Radoslavova Koleva 6/4 fráköst, Vaka Þorsteinsdóttir 5, Minea Ann-Kristin Takala 3/8 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Hjörleifur Ragnarsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 122

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert