Þórsarar með fullt hús stiga

Heiða Hlín Björnsdóttir skoraði 17 stig fyrir Þór í kvöld.
Heiða Hlín Björnsdóttir skoraði 17 stig fyrir Þór í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Þór Akureyri hefur unnið fyrstu þrjá leikina í 1. deild kvenna í körfuknattleik en í kvöld vann liðið útisigur á Aþenu/UMFK. 

Þór vann 86:60 á útivelli og er í efsta sæti deildarinnar. Þá vann Snæfell heimasigur á Stjörnunni 89:71 en Snæfell hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjunum. Aþena hefur unnið einn af fyrstu þremur en Stjarnan hefur tapað fyrstu þremur leikjunum. 

Snæfell - Stjarnan 89:71

Stykkishólmur, 1. deild kvenna, 12. október 2021.

Gangur leiksins:: 5:1, 9:5, 14:8, 19:16, 33:16, 39:20, 47:24, 52:28, 52:38, 56:44, 67:46, 71:52, 76:54, 80:61, 83:69, 89:71.

Snæfell: Sianni Amari Martin 44/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Preslava Radoslavova Koleva 7/5 fráköst, Vaka Þorsteinsdóttir 5, Dagný Inga Magnúsdóttir 3, Minea Ann-Kristin Takala 2/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 4 í sókn.

Stjarnan: Myia Nicole Starks 28/11 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 12, Elva Lára Sverrisdóttir 11/5 fráköst, Hera Björk Arnarsdóttir 8/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 4/11 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 4/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Þorkell Már Einarsson, Einar Valur Gunnarsson.

Aþena-UMFK - Þór Ak. 60:86

Akranes - Jadarsbakkar, 1. deild kvenna, 12. október 2021.

Gangur leiksins:: 4:5, 5:10, 10:20, 12:30, 14:38, 17:44, 20:50, 22:54, 26:56, 30:67, 35:69, 38:75, 42:75, 49:77, 53:83, 60:86.

Aþena-UMFK: Tanja Ósk Brynjarsdóttir 25/6 fráköst, Ása Lind Wolfram 12/6 fráköst, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 10/5 fráköst, Darina Andriivna Khomenska 6/10 fráköst, Gréta BJörg Melsted 3, Mária Líney Dalmay 3/4 fráköst, Díana Björg Guðmundsdóttir 1.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Þór Ak.: Hrefna Ottósdóttir 28/5 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Rut Herner Konráðsdóttir 10/18 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 8, Marín Lind Ágústsdóttir 6, Ásgerður Jana Ágústsdóttir 3, Katla María Magdalena Sæmundsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 20 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 33

mbl.is