Martin sterkur í naumum sigri

Martin Hermansson átti góðan leik í kvöld.
Martin Hermansson átti góðan leik í kvöld. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Valencia hafði betur gegn San Pablo á útivelli í efstu deild Spánar í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 69:65 og átti Martin Hermannsson stóran þátt í sigrinum.

Martin skoraði 14 stig og var næststigahæstur í sínu liði. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst á tæpum 28 mínútum.

Valencia er með þrjá sigra og þrjú töp í fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu og er um miðja deild.

mbl.is