Hornfirðingar í toppbaráttu

Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 10 stig fyrir Álftanes og tók …
Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 10 stig fyrir Álftanes og tók 8 fráköst en það dugði ekki til sigurs gegn Sindra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að Sindri frá Hornafirði gæti verið í baráttunni um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næsta tímabili miðað við ágæta byrjun liðsins í 1. deildinni í haust, þeirri næstefstu. 

Sindri lagði Álftanes að velli á Höfn í Hornafirði í kvöld 92:84. Sindri er í 3. sæti með 8 stig eftir fimm leiki en Álftanes er með 6 stig eftir fimm leiki. Stöðuna í deildinni er hægt að finna hér á íþróttavef mbl.is undir körfubolti. 

Sindri - Álftanes 92:84

Ice Lagoon höllin, 1. deild karla, 25. október 2021.

Gangur leiksins: 7:4, 12:10, 14:14, 20:16, 28:23, 36:35, 43:45, 49:48, 52:53, 58:55, 64:59, 71:63, 76:65, 78:74, 84:81, 92:84.

Sindri: Detrek Marqual Browning 28/9 fráköst, Anders Gabriel P. Adersteg 19, Gísli Þórarinn Hallsson 18/5 fráköst, Patrick John Simon 13/7 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 11/4 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Álftanes: Dino Stipcic 19/5 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 17/5 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 16/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10/8 fráköst, Isaiah Coddon 7, Ingimundur Orri Jóhannsson 7, Ragnar Jósef Ragnarsson 6, Magnús Helgi Lúðvíksson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Aðalsteinn Hjartarson.

Áhorfendur: 72

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert