Golden State unnu án Curry - áfram tapa Lakers

Jayson Tatum sækir á vörn LA Lakers í leiknum í …
Jayson Tatum sækir á vörn LA Lakers í leiknum í gær. Anthony Davis er til varnar AFP

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi og nótt. Sigurganga Golden State Warriors heldur áfram en Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum í nótt.

Golden State sigraði Detriot Pistons 105:102 en liðið var án bakvarðarins Steph Curry. Jordan Poole var stigahæstur Golden State með 32 stig. 

LeBron James sneri aftur á körfuboltavöllinn þegar lið hans, Los Angeles Lakers tapaði 130:108 fyrir Boston Celtics. Jayson Tatum átti stórleik fyrir Boston en hann skoraði 37 stig og tók 11 fráköst. Hjá Lakers var Anthony Davis stigahæstur með 31 stig en LeBron skoraði 23 stig í endurkomunni.

LaMelo Ball skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar lið hans, Charlotte Hornets sigraði Indiana Pacers 121:118. Bróðir hans, Lonzo Ball var einnig í sigurliði en Chicago Bulls sigruðu Denver Nuggets 114:108. Zach LaVine var stigahæstur í þeim leik með 36 stig.

James Harden fór fyrir Brooklyn Nets í 115:113 sigri gegn Orlando Magic. Hvorki Kevin Durant né Kyrie Irving léku með Brooklyn en Harden sá um að draga vagninn í þeirra fjarveru.

Úrslit kvöldsins og næturinnar:

Indiana Pacers 118:121 Charlotte Hornets

Golden State Warriors 105:102 Detriot Pistons

Los Angeles Lakers 108:130 Boston Celtics

Orlando Magic 113:115 Brooklyn Nets

Oklahoma City Thunder 89:96 Milwaukee Bucks

Los Angeles Clippers 81:94 New Orleans Pelicans

Chicago Bulls 114:108 Denver Nuggets

Dallas Mavericks 104:112 Pheonix Suns

Toronto Raptors 108:89 Sacramento Kings

LaMelo Ball átti rosalegan leik í gær.
LaMelo Ball átti rosalegan leik í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert