Sýndi gamalkunna takta í langþráðum leik

Klay Thompson skýtur yfir Finnann stóra Lauri Markkanen í leik …
Klay Thompson skýtur yfir Finnann stóra Lauri Markkanen í leik Golden State og Cleveland í nótt. AFP

Klay Thompson lét til sín taka með Golden State Warriors í nótt, í sínum fyrsta NBA-leik í hálft þriðja ár, þegar liðið sigraði Cleveland Cavaliers, 96:82, á heimavelli.

Thompson, sem sleit krossband sumarið 2019 og hásin haustið 2020, sýndi gamalkunna takta og kemur greinilega sterkur til leiks en hann spilaði í 20 mínútur og skoraði 17 stig, næstmest í liði Golden State. Stephen Curry var atkvæðamestur með 28 stig.

Slóveninn snjalli Luka Doncic var með þrefalda tvennu fyrir Dallas Mavericks í sigri á Chicago Bulls, 113:99. Hann skoraði 22 stig, tók 14 fráköst og átti 14 stoðsendingar.

LeBron James er orðinn sjöundi stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi eftir sjö stoðsendingar, 35 stig og 9 fráköst fyrir Lakers gegn Memphis frá heimavelli. Það dugði þó ekki því Memphis vann leikinn 127:119.

Karl-Anthony Towns skoraði 40 stig fyrir Minnesota Timberwolwes sem vann Houston Rockets á útivelli, 141:123. Minnesota skoraði 30 stig eða meira í öllum leikhlutunum.

James Harden skoraði 26 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í New York, 121:119.

Brooklyn  San Antonio 121:119  framlenging
LA Clippers  Atlanta 106:93
Orlando  Washington 100:102
Toronto  New Orleans 105:101
Houston  Minnesota 123:141
Oklahoma City  Denver 95:99
Dallas  Chicago 113:99
Golden State  Cleveland 96:82
Portland  Sacramento 103:88
LA Lakers  Memphis 119:127

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert