Kærumálinu lokið og Haukar áfram

Róbert Sigurðsson og félagar í Haukum halda áfram í bikarnum.
Róbert Sigurðsson og félagar í Haukum halda áfram í bikarnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Niðurstaðan í kærumálinu vegna leik Tindastóls og Hauka í bikarkeppni karla í körfuknattleik liggur fyrir og það eru Haukar sem vinna leikinn 20:0 og halda áfram keppni.

Haukar kærðu leikinn þar sem fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum í einu, enda þótt leikklukkan hafi ekki verið í gangi á þeim tímapunkti. Aðeins mega vera þrír erlendir leikmenn inn á í hverju liði í senn.

Dómstóll KKÍ úrskurðaði Haukum sigur í leiknum. Tindastóll áfrýjaði en áfrýjunardómstóll KKÍ hefur nú birt sína niðurstöðu, Haukum í vil, sem er endanleg og bindandi fyrir málsaðila.

Þar með munu Haukar sækja Njarðvíkinga heim í sextán liða úrslitum keppninnar og sigurvegarinn í þeim leik mætir Keflavík í átta liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert