Athyglisverður toppslagur og grannaslagur

Halldór Garðar Hermannsson og Kári Jónsson í baráttunni í leik …
Halldór Garðar Hermannsson og Kári Jónsson í baráttunni í leik Keflavíkur og Vals á síðasta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Tveir leikir eru á dagskrá Subway-deildar karla í körfuknattleik í kvöld þegar 8. umferð lýkur.

Þar ber hæst að nefna toppslag Íslandsmeistara Vals og Keflavíkur.

Valur er á toppnum með 12 stig og Keflavík er skammt undan með 10 stig í þriðja sæti og getur því með sigri í Origo-höllinni að Hlíðarenda jafnað toppliðið að stigum.

Þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni í Kópavogi í ekki síður athyglisverðum nágrannaslag.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig og Stjarnan er í sjöunda sæti en þó með aðeins tveimur stigum minna en Blikar, 8 stig.

Leikirnir eru því mikilvægir í baráttunni í efri hluta deildarinnar.

Leikir kvöldsins:

Breiðablik - Stjarnan kl. 18.15

Valur - Keflavík kl. 20.15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert