Haukar og Njarðvík þurftu að hafa fyrir sigrunum

Keira Robinson átti stórleik með Haukum í Grindavík í kvöld.
Keira Robinson átti stórleik með Haukum í Grindavík í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að vinna Grindvíkinga á útivelli, 78:74, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í kvöld.

Staðan í hálfleik var 49:44, Grindvíkingum í hag, en Haukar sneru leiknum sér í hag í þriðja leikhluta með því að skora 20 stig gegn 10 og héldu út á lokasprettinum.

Keira Robinson skoraði 30 stig og tók 18 fráköst fyrir Hauka, Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 19 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 13.

Elma Dautovic skoraði 26 stig og tók tíu fráköst fyrir Grindavík og Danielle Rodriguez skoraði 23 stig.

Haukar eru með 18 stig í öðru sæti deildarinnar en Grindavík er með átta stig í fimmta til sjötta sætinu.

Njarðvík vann stigalausa ÍR-inga örugglega í Ljónagryfjunni, 86:68, þar sem staðan í hálfleik var þó 36:35, ÍR-ingum í hag. Njarðvíkingar skoruðu 33 stig  gegn 15 í þriðja leikhluta og eftirleikurinn var þeim tiltölulega auðveldur.

Raquel De Lima skoraði 26 stig fyrir Njarðvík, Bríet Sif Hinriksdóttir 22 og Kamilla Sól Viktorsdóttir 14 en Greeta Uprus skoraði 18 stig fyrir ÍR og Jamie Cherry 17.

Njarðvík er þá með 14 stig í fjórða sæti deildarinnar en ÍR er áfram án stiga á botninum.

Grindavík - Haukar 74:78

HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 4. desember 2022.

Gangur leiksins: 5:6, 12:12, 17:18, 22:25, 32:32, 41:40, 47:40, 49:44, 51:50, 55:50, 55:58, 59:64, 62:66, 65:68, 70:72, 74:78.

Grindavík: Elma Dautovic 26/10 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 11/6 fráköst, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 9/13 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 3/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 8 í sókn.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 30/18 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 19, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 13/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 9/12 fráköst, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 4/4 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 3.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Jakob Árni Ísleifsson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 95.

Njarðvík - ÍR 86:68

Ljónagryfjan, Subway deild kvenna, 04. desember 2022.

Gangur leiksins:: 7:2, 14:8, 16:12, 19:16, 21:16, 23:21, 27:28, 35:36, 44:36, 52:40, 62:40, 68:51, 70:55, 75:57, 82:66, 86:68.

Njarðvík: Raquel De Lima Viegas Laneiro 26/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 22, Kamilla Sól Viktorsdóttir 14/4 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 12/7 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst/4 varin skot, Krista Gló Magnúsdóttir 4.

Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.

ÍR: Greeta Uprus 18/4 fráköst, Jamie Janesse Cherry 17/5 fráköst, Margrét Blöndal 13/9 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 6, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 5, Gréta Hjaltadóttir 3.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Rúnar Lárusson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 79

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert