Skoraði 30 stig í Ólafssal

Tinna Guðrún Alexandersdóttir fór á kostum gegn Fjölni.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir fór á kostum gegn Fjölni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti einn sinn besta leik á ferlinum fyrir Hauka þegar liðið tók á móti Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Ásvöllum í Hafnarfirði í 12. umferð deildarinnar í kvöld.

Tinna Guðrún gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en leiknum lauk með 92:77-sigri Hafnfirðinga.

Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 17 stigum í hálfleik, 55:38. Fjölni tókst að minnka forskot Hauka í sjö stig í þriðja leikhluta en lengra komust deildarmeistararnir ekki og Haukar fögnuðu sigri.

Sólrún Inga Gísladóttir fór mikin fyrir Hauka, skoraði 17 stig og tók þrjú fráköst, en Taylor Jones var stigahæst hjá Fjölni með 23 stig, átta fáköst og tvær stoðsendingar.

Haukar eru með 20 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Keflavík, en Fjölnir er í því sjötta með 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert