Magnaður Tatum í sigri á meisturunum

Jayson Tatum var frábær í nótt.
Jayson Tatum var frábær í nótt. AFP/Maddie Meyer

Jayson Tatum átti enn einn frábæra leikinn fyrir Boston Celtics þegar liðið hafði betur gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors, 121:118, eftir framlengdan leik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Tatum skoraði 34 stig og tók hvorki meira né minna en 19 fráköst að auki. Gaf hann einnig sex stoðsendingar.

Steph Curry var stigahæstur í liði Golden Stata með 29 stig og gaf hann einnig sjö stoðsendingar. Klay Thompson og Jordan Poole bættu báðir við 24 stigum.

Joel Embiid skoraði 32 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia 76ers þegar liðið vann Portland Trail Blazers, 105:95.

Damian Lillard skoraði 25 stig fyrir Portland og gaf auk þess 11 stoðsendingar.

Brooklyn Nets saknar enn Kevins Durants sem er meiddur á hné. Í fjarveru hans skoraði Kyrie Irving 30 stig fyrir liðið, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar í 112:117-tapi fyrir Phoenix Suns.

Mikal Bridges skoraði 28 stig fyrir Phoenix og Deandre Ayton bætti við 24 stigum og tók 14 fráköst.

Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Boston – Golden State 121:118 (frl.)

Portland – Philadelphia 95:115

Phoenix – Brooklyn 117:112

Detroit – Chicago 108:126

Minnesota – Toronto 128:126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert