Stórleikur LeBrons dugði ekki í borgarslagnum

Terance Mann tekur þriggja stiga skot fyrir Clippers í nótt.
Terance Mann tekur þriggja stiga skot fyrir Clippers í nótt. AFP/Ronald Martínez

Los Angeles Clippers vann sannfærandi sigur á frændum sínum í Los Angeles Lakers er liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs í nótt. Urðu lokatölur 133:115.

Þrátt fyrir úrslitin var LeBron James, leikmaður Lakers, stigahæstur með 46 stig. Hann tók einnig átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Paul George skoraði 27 stig fyrir jafnt lið Clippers.

Luka Doncic átti stórleik en tapaði.
Luka Doncic átti stórleik en tapaði. AFP/Tom Pennington

Boston Celtics, topplið Austurdeildarinnar, mátti þola 95:98-tap fyrir Miami Heat á útivelli. Bam Adebayo skoraði 30 stig fyrir Miami og Jayson Tatum 31 fyrir Boston.

Luca Doncic skoraði 41 stig og tók 15 fráköst fyrir Dallas Mavericks gegn Washington Wizards á heimavelli. Því miður fyrir Slóvenann var það Washington sem hafði betur, 127:126. Kyle Kuzma skoraði 30 stig fyrir Washington.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta:
Indiana Pacers – Chicago Bulls 116:110
Miami Heat – Boston Celtics 98:95
New York Knicks – Cleveland Cavaliers 105:103
New Orleans Pelicans – Denver Nuggets 98:99
Dallas Mavericks – Washington Wizards 126:127
Phoenix Suns – Charlotte Hornets 128:97
Los Angeles Lakers – Los Angeles Clippers 115:133

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert