Stórleikur Embiids dugði ekki til

Joel Embiid ósáttur í nótt.
Joel Embiid ósáttur í nótt. AFP/Elsa

Kamerúninn Joel Embiid var í essinu sínu hjá Philadelphia 76ers en gat þó ekki komið í veg fyrir 97:108-tap fyrir New York Knicks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Embiid skoraði 31 stig og tók 14 fráköst og var stigahæstur í leiknum.

Julius Randle var stigahæstur í liði New York með 24 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Líkt og Embiid átti LaMelo Ball stórleik fyrir Charlotte Hornets í tapi fyrir Orlando, 113:119.

Ball skoraði 33 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar:

New York – Philadelphia 108:97

Charlotte – Orlando 113:119

Minnesota – Denver 128:98

New Orleans – Sacramento 136:104

Memphis – Toronto 103:106

Indiana – Cleveland 103:122

mbl.is