Kristófer á Sauðárkróki passar ekki saman

Kristófer Acox hefur verið orðaður við Tindastól að undanförnu.
Kristófer Acox hefur verið orðaður við Tindastól að undanförnu. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég þekki Kristófer ekki neitt en ég sé hann ekki fyrir mér búandi á Sauðárkróki,“ sagði íþróttablaðamaðurinn og Akureyringurinn Aron Elvar Finnsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um körfuboltamanninn Kristófer Acox.

Þar er ég sammála þér

Kristófer hefur verið orðaður við Íslandsmeistara Tindastóls undanfarnar daga en hann er samningsbundinn Val.

„Það passar ekki alveg saman í hausnum á mér,“ sagði Aron Elvar.

„Þar er ég sammála þér,“ bætti fyrrverandi íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, við.

Umræðan um körfuboltann hefst á 46:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is