Ársþing FIBA Europe á Íslandi

Þingfulltrúar FIBA Europe í Portoroz á laugardaginn.
Þingfulltrúar FIBA Europe í Portoroz á laugardaginn. Ljósmynd/FIBA Europe

Ársþing evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, árið 2026 verður haldið í Reykjavík.

Þetta var tilkynnt í lok ársþingsins 2024 sem haldið var í Portoroz í Slóveníu á laugardaginn. Guðbjörg Norðfjörð, formaður KKÍ, og Hannes Jón Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sátu þingið fyrir hönd Íslands.

Næsta þing, fyrir árið 2025, verður hins vegar haldið í Lettlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert