Meistararnir jöfnuðu metin

Nikola Jokic og Rudy Gobert eigast við í Minneapolis í …
Nikola Jokic og Rudy Gobert eigast við í Minneapolis í nótt. AFP/DAVID BERDING

Denver Nuggets unnu Minnesota Timberwolves, 115:107, í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í Minneapolis í nótt. Staðan í einvíginu er 2:2 og allir leikirnir hafa endað með sigri útiliðsins.

Meistararnir frá Denver virtust búnir að vera eftir tvo tapleiki í þunna loftinu í Colorado en hafa snúið þessu við í Minnesota. Denver var með fimmtán stiga forskot í hálfleik og sextán stig í fjórða leikhluta frá Nikola Jokic tryggðu sigurinn. Liðin mætast næst í Denver aðfaranótt föstudags.

Jokic, sem nýlega var kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, skoraði 35 stig í heildina, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Aaron Gordon skoraði 27 stig með sjö fráköst og sex stoðsendingar og Jamal Murray skoraði 19 stig og gaf átta stoðsendingar.

Í liði Timberwolves var Anthony Edwards að venju atkvæðamestur með 44 stig og 64% skotnýtingu. Rudy Gobert tók fjórtán fráköst og Karl Anthony Towns tólf. Towns skoraði þrettán stig en hitti einungis úr fimm af átján skotum sínum.

Aaron Gordo treður. Karl-Anthony Towns fylgist með.
Aaron Gordo treður. Karl-Anthony Towns fylgist með. AFP/DAVID BERDING
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert