Snæfríður sló eigið Íslandsmet í Tókýó

Snæfríður Sól Jórunnardóttir komin í mark á Ólympíuleikunum í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir komin í mark á Ólympíuleikunum í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló sitt eigið Íslandsmet en tókst ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitum þegar hún tók þátt í undanrásum 200 metra skriðsunds kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.

Snæfríður Sól synti á 2:00,20 mínútum en fyrra Íslandsmet hennar í greininni var 2:00,50 mínútur.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir stingur sér í 200 metra skriðsundinu í …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir stingur sér í 200 metra skriðsundinu í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Endaði hún þar með í 22. sæti af 30 keppendum í undanrásum en 16 efstu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Snæfríður Sól hefði þurft að synda á tímanum 1:58,33 mínútum til þess að vera á meðal 16 efstu.

Snæfríður, sem er tvítug, þreytti í morgun frumraun sína á Ólympíuleikum og ljóst er að framtíð hennar er björt.

Hún keppir næst í undanrásum 100 metra skriðsunds á miðvikudagsmorgun.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir á fullri ferð í lauginni í Tókýó …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir á fullri ferð í lauginni í Tókýó í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari
Snæfríður Sól Jórunnardóttir býr sig undir að stinga sér til …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir býr sig undir að stinga sér til sunds í 200 m skriðsundinu í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari
mbl.is