Ég á heima í úrslitunum

Guðni Valur Guðnason keppir á Ólympíuleikunum aðfararnótt föstudags.
Guðni Valur Guðnason keppir á Ólympíuleikunum aðfararnótt föstudags. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason mun taka þátt á Ólympíuleikum í annað sinn á ferli sínum þegar hann keppir í kringlukasti á leikunum í Tókýó í Japan aðfaranótt föstudags. Hann kveðst spenntur fyrir að keppa á stærsta sviðinu. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég held að þetta verði bara hörkuskemmtilegt,“ sagði Guðni Valur við Morgunblaðið.

„Tímabilið er búið að vera mjög gott og var á góðri leið. Ég var allur að losna upp og kasta langt, þar til ég kom aftur til Íslands!“ sagði hann og hló við. „Þá var svo kalt að ég stífnaði allur upp og það ruglaði svolítið í tækninni. Ég er ennþá svolítið að jafna mig á því. Ég er að komast á gott ról núna, þetta er held ég allt á réttri leið,“ bætti Guðni Valur við.

Hann náði ekki ólympíulágmarki á þessu ári en stóð best að vígi meðal íslenskra frjálsíþróttamanna þegar kom að kvótasæti fyrir leikana og komst þar með inn. Guðni hafði hins vegar kastað langt yfir lágmarkinu síðasta haust en þá var tímabilið til að ná lágmörkum ekki í gangi. Spurður hvernig undirbúningi hans hafi verið háttað frá því að það varð ljóst að hann færi á Ólympíuleikana sagði Guðni Valur:

„Við fórum að lyfta aftur þungt til þess að setja smá spennu á líkamann og erum að vinna aðeins upp úr því. Ég kláraði síðustu þungu lyftingaæfinguna þriðjudaginn 13. júlí og hef núna undanfarið verið að lyfta léttar svo það losni aðeins um mann og maður geti farið að negla almennilegar vegalengdir.“

Viðtalið við Guðna má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert