Lærisveinar Arons mættu ofjörlum sínum

Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, á hliðarlínunni í leiknum í nótt.
Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, á hliðarlínunni í leiknum í nótt. AFP

Landslið Bareins í handknattleik karla, sem Aron Kristjánsson þjálfar, er úr leik á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir stórtap gegn Frakklandi í fjórðungsúrslitunum í nótt.

Barein átti aldrei möguleika og var sjö mörkum undir, 14:21, í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór nákvæmlega eins og gífurlega öruggur 14 marka sigur Frakka því staðreynd, 28:42.

Kentin Mahe fór fyrir Frökkum og var langmarkahæstur í leiknum með níu mörk.

Þrír leikmenn Bareins voru svo jafnmarkahæstir með fjögur mörk hver.

Frakkland flýgur því í undanúrslitin þar sem liðið mætir annaðhvort lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi eða Egyptalandi, en viðureign þeirra í fjórðungúrslitunum fer fram í hádeginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert